
Guðbjörg H. Bjarnadóttir íþróttakennari hefur kennt ungbarnasund á Selfossi síðan 1991. Kennt er innilaug Sundhallar Selfoss í upphitaðri sundlaug um 34° c.
Námskeiðin eru seinnipart fimmtudags eða föstudags, einu sinni í viku í 9 vikur. Byrjendahópar í 30 mínútur og framhaldshópar í 45 mínútur.
Á byrjendanámskeiðum eru börnin ca. 2 – 7 mánaða. Í boði eru svo nokkur framhaldsnámskeið:
Í boði eru margir hópar:
Byrjendur 0-6 mánaða
2. námskeið 7-12 mánaða
3. námskeið 1-2 ára
4. námskeið 3-4 ára
5. námskeið 4-5 ára
6. námskeið 5-6 ára
Skólahópar fyrir lengra og styttra komna.
Námskeiðin eru ætluð fyrir bæði þá sem hafa verið áður í ungbarnasundi og eins þá sem ekki hafa verið áður á námskeiðum.
Skráning á námskeið og frekri upplýsingar hjá Guðbjörgu í síma 482-2808 og 848-1626.

Tilgangur: Að börnin læri að njóta sín í vatninu.
Markmið: Að venjast vatninu sem hreyfiumhverfi í gegnum sundið, efla hreyfiþroska, tilfinninga- og félagsþroska, þannig að börnin verði smá saman sjálfbjarga í vatni.
Í sundinu takast börnin á við ýmis verkefni þar af leiðandi fá þau örvun sem er jákvæð fyrir allan áframhaldandi þroska t.d. sjálfstraust og sjálfsmynd. Áhersla er lögð á leikinn, samspil foreldra og barns, líkamssnertingu og augnsamband (óskipta athygli).
Því meiri örvun því betra! Umhverfið í ungbarnasundinu hefur jákvæð áhrif á allan almennan þroska. Móttaka skynáreita og úrvinnsla þeirra er undirstaða alls þroska.
Barn sem hefur stundað ungbarnasund frá fyrstu mánuðum lífs síns hefur því fengið góða byrjun í upphafi þroska síns bæði á líkama og sál.
Ný íslensk rannsókn sýnir að börn sem hafa verið í ungbarnasundi hafa betri samhæfingu og jafnvægi en samanburðarhópurinn.