Skilmálar æfingagjalda fimleikadeildar
Æfingagjöld
- Skilyrði er að gengið sé frá greiðslu æfingagjalda í upphafi tímabils í gegnum Nóra kerfið á selfoss.felog.is
- Hafi ekki verið gengið frá greiðslu æfingagjalda fyrir 20. september verður greiðsluseðill með heildarupphæð sendur í heimabanka.
- Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang framkvæmdastjóra fimleikar@umfs.is , úrsögn sem berst fyrir 20. þess mánaðar sem sagt er upp tekur gildi frá næstu mánaðarmótum.
- Ef úrsögn berst ekki framkvæmdastjóra með tölvupósti verða æfingagjöld áfram innheimt sem nema gjaldi fyrir einum mánuði. Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara verður ekki tekin gild.
- Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Mótus. Það gerist sjálfkrafa í Nóra greiðslukerfinu.
- Veittur er 10% systkinaafsláttur.
- Leyfisgjald FSÍ er innifalið í æfingagjöldum.
- Mótagjöld og kostnaður vegna keppnis- og æfingaferða eru ekki innifalin í æfingagjöldunum. Þau verða innheimt með greiðsluseðli.
Frístundastyrkur
- Hægt er að nýta frístundastyrk Sveitarfélagsins Árborgar upp í greiðslu á æfingagjöldum hjá þeim iðkendum sem hafa lögheimili í Árborg.
- Ef nýta á frístundastyrkinn þegar gengið er frá æfingagjöldum á selfoss.felog.is þarf að haka við það í greiðsluferlinu.
- Frístundastyrkur er ekki endurgreiddur.
- Frístundastyrkur er ekki fluttur á milli systkina.
- Sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur er styrkur sem ríkisstjórn Íslands samþykkti fyrr á árinu. Hann er veittum fjölskyldum með heildartekjur að meðaltali lægri en 740.000 kr á mánuði. Nánari upplýsingar hér: https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/serstakur-ithrotta-og-fristundastyrkur/
Sideline (www.sideline.com / XPS Network app)
- Samskipti þjálfara við iðkendur og foreldra fara fram í gegnum Sideline forritið/appið.
- Þar koma fram upplýsingar um æfingar, mót og annað sem tengist starfinu. Einnig er hægt að send skilaboð á þjálfara í forritinu.
- Þegar iðkandi er skráður í fimleikadeildina er hann tengdur við Sideline. Innskráningarupplýsingar eru sendar í tölvupósti á forráðamann. Óski forráðamaður eftir aðgangi fyrir annan aðila og/eða iðkandann verður að senda beiðni um það á netfangið fimleikar@umfs.is
- Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra ef upp koma vandamál á fimleikar@umfs.is
Æfingagjöld 2021 – 2022
Kríli (f. 2016 og 2017) – (æf. 1x í viku-samtals 45 mín) – Verð fyrir tímabilið (9 mán) er kr. 75.500.
G hópur (f.2015) – (æf. 3x í viku-samtals 4 klst.) – Verð fyrir tímabilið (9 mán) er kr. 103.500.
FGkk (f. 2014 og 2015) – (æf. 3x í viku-samtals 4 klst.) – Verð fyrir tímabilið (9 mán) er kr. 103.500.
F hópur (f. 2014) – (æf. 3x í viku-samtals 4 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr. 126.500.
5.flokkur (f.2013) – (æf. 3x í viku-samtals 4,5 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr 130.600.
4.flokkur (f.2011-2012) – (æf. 4x í viku-samtals 8 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr. 177.700.
3.flokkur (f.2010) – (æf. 4x í viku-samtals 8 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr. 177.700.
KK (f. 2008-2013) – (æf. 3x í viku-samtals 5,5 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr. 140.400.
2.flokkur (f.2007-2009) – (æf. 4x í viku-samtals 9,5 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr. 192.100
Meistaraflokkur – (æf. 4x í viku-samtals 12 klst.) – Verð fyrir tímabilið (11 mán) er kr. 205.300.
Íþróttaskóli - Verð fyrir 12 skipta námskeið er kr. 17.500.
Fimleikadeild Selfoss