Skilmálar æfingagjalda

Skilmálar æfingagjalda fimleikadeildar

Æfingagjöld

 • Skilyrði er að gengið sé frá greiðslu æfingagjalda í upphafi tímabils í gegnum Nóra kerfið á selfoss.felog.is
 • Hafi ekki verið gengið frá greiðslu æfingagjalda fyrir 20. september verður greiðsluseðill með heildarupphæð sendur í heimabanka.
 • Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang framkvæmdastjóra fimleikar@umfs.is , úrsögn sem berst fyrir 20. þess mánaðar sem sagt er upp tekur gildi frá næstu mánaðarmótum.
 • Ef úrsögn berst ekki framkvæmdastjóra með tölvupósti verða æfingagjöld áfram innheimt sem nema gjaldi fyrir einum mánuði. Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara verður ekki tekin gild.
 • Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Mótus. Það gerist sjálfkrafa í Nóra greiðslukerfinu.
 • Veittur er 10% systkinaafsláttur.
 • Leyfisgjald FSÍ er innifalið í æfingagjöldum.
 • Mótagjöld og kostnaður vegna keppnis- og æfingaferða eru ekki innifalin í æfingagjöldunum. Þau verða innheimt með greiðsluseðli.

 

Frístundastyrkur

 • Hægt er að nýta frístundastyrk Sveitarfélagsins Árborgar upp í greiðslu á æfingagjöldum hjá þeim iðkendum sem hafa lögheimili í Árborg.
 • Ef nýta á frístundastyrkinn þegar gengið er frá æfingagjöldum á selfoss.felog.is þarf að haka við það í greiðsluferlinu.
 • Frístundastyrkur er ekki endurgreiddur.
 • Frístundastyrkur er ekki fluttur á milli systkina.
 • Sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur er styrkur sem ríkisstjórn Íslands samþykkti fyrr á árinu. Hann er veittum fjölskyldum með heildartekjur að meðaltali lægri en 740.000 kr á mánuði. Nánari upplýsingar hér: https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/serstakur-ithrotta-og-fristundastyrkur/

 

 

SPORTABLER

 • Samskipti þjálfara við iðkendur og foreldra fara fram í gegnum SPORTABLER appið.
 • Þar koma fram upplýsingar um æfingar, mót og annað sem tengist starfinu. Einnig er hægt að send skilaboð á þjálfara í forritinu.
 • Þegar iðkandi er skráður í fimleikadeildina þarf hann að sækja SPORTABLER APPIÐ. Óski forráðamaður eftir aðgangi fyrir annan aðila og/eða iðkandann verður að senda beiðni um það á netfangið fimleikar@umfs.is
 • Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra ef upp koma vandamál á fimleikar@umfs.is

 

 

Fimleikadeild Selfoss