Nemendareglur

Nemendareglur Fimleikadeildar Umf. Selfoss

  • Röðum skónum okkur í hillu í anddyri íþróttahússins.
  • Mætum stundvíslega og bíðum inn í klefa þar til þjálfari sækir okkur.
  • Verum með teygju í hárinu ef það er sítt og klæðumst íþróttafötum.
  • Það má ekki vera með tyggjó og nammi á æfingu. Það á bæði við um sal og klefa.
  • Förum ekki út úr sal á meðan á æfingu stendur nema með leyfi þjálfara.
  • Tilkynnum forföll til þjálfara á Sportabler.

 

Hlökkum til að eiga ánægjulegt samstarf með ykkur í vetur

Þjálfarar fimleikadeildar Umf. Selfoss