17.12.2025
Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og mótokrossmaðurinn Eric Máni Guðmundsson, hafa verið valin íþróttakona og íþróttakarl Umf. Selfoss árið 2025. Verðlaunin voru afhent á verðlaunahátíð Umf. Selfoss sem fram fór í félagsheimilinu Tíbrá fyrr í kvöld.
18.09.2025
Philipp Seidemann hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
25.08.2025
Á laugardaginn lauk Ragnarsmótinu í ár. Smá breyting var á mótinu í ár, fækkað var um tvö lið karlameginn og leikið í einum riðli líkt og verið hefur hjá konunum síðustu ár. Þar að auki var kvenna og karlamótið keyrt í gegn á einni viku. Úrslitin réðust sem áður segir á laugardaginn, meistarar voru krýndir og einstaklingar hlutu viðurkenningar. Hjá okkur Selfyssingum fékk Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir viðurkenningu fyrir að vera besti varnarmaður Ragnarsmóts kvenna og Hákon Garri Gestsson fyrir að vera valinn sóknarmaður Ragnarsmóts karla. ÍBV urðu meistarar á Ragnarsmóti kvenna og HK urðu meistarar á Ragnarsmóti karla.
20.08.2025
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
16.08.2025
Gunnar Kári Bragason hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss, en hann kemur á láni frá FH út komandi tímabil.
05.08.2025
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2028