25.08.2025
Á laugardaginn lauk Ragnarsmótinu í ár. Smá breyting var á mótinu í ár, fækkað var um tvö lið karlameginn og leikið í einum riðli líkt og verið hefur hjá konunum síðustu ár. Þar að auki var kvenna og karlamótið keyrt í gegn á einni viku. Úrslitin réðust sem áður segir á laugardaginn, meistarar voru krýndir og einstaklingar hlutu viðurkenningar. Hjá okkur Selfyssingum fékk Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir viðurkenningu fyrir að vera besti varnarmaður Ragnarsmóts kvenna og Hákon Garri Gestsson fyrir að vera valinn sóknarmaður Ragnarsmóts karla. ÍBV urðu meistarar á Ragnarsmóti kvenna og HK urðu meistarar á Ragnarsmóti karla.
20.08.2025
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
16.08.2025
Gunnar Kári Bragason hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss, en hann kemur á láni frá FH út komandi tímabil.
05.08.2025
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2028
12.06.2025
Í síðustu viku lyftu ungir iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss sér upp og kvöddu tímabilið með viðeigandi hætti. Mikil vinna fer ár hvert í að ala upp handboltafólk, en líka svo margt annað, enda snúast yngri flokkar um fleira en að búa til afreksfólk í handbolta, þar er alla daga verið að ala upp nýja þjálfara, dómara, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, foreldra og félagslega sterka einstaklinga inn í samfélagið okkar. Fyrst á dagskrá á samkomunni var að útnefna félaga ársins í yngri flokkunum og það þarf ekki að koma neinum á óvart að Egill Eyvindur Þorsteinsson fékk bikarinn eftirsótta. Hann hefur verið virkilega ósérhlífinn, tekið þátt í mótahaldi, unnið á heimaleikjum meistarafokkanna og tekið að sér aðstoðarþjálfarahlutverk hjá þó nokkrum yngir flokkum. Þess má svo til gamans geta að foreldrar Egils, þau Eva og Þorsteinn voru valinn félagi ársins á lokahófi deildarinnar um miðjan maí.
09.06.2025
Sameiginlegt lokahóf Handknattleiksakademíu og 3. flokks Selfoss fór fram um miðjan maí. Þetta var að vanda skemmtileg samkoma, sól á himni og í hjörtum og grillaðar veitingar í mannskapinn. Þó nokkur verðlaun voru veitt og níuu nemendur útskrifaðir úr handboltaakademíunni.
04.06.2025
Líf og fjör var þegar handknattleiksdeild Selfoss gerði upp liðið tímabil í maíblíðunni í Hvíta Húsinu. Dagskráin var með hefðbundnu sniði, bongó blíða, hinn lauflétti Ingvar Örn Ákason stýrði partýinu. Verðlaun og viðurkenningar veitt, glæsilegt steikarhlaðborð frá Hvíta Húsinu, skemmtidagskrá meistaraflokks karla, happdrætti, uppboð og kvöldinu svo lokað með trúbadornum Hlyni Héðins.
03.06.2025
Bónusmótið 2025 var haldið helgina 25. - 27. apríl
29.05.2025
Í gær, miðvikudaginn 28. maí var dregið í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Umf. Selfoss hjá fulltrúa sýslumanns.
21.05.2025
Mia Kristin Syverud hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.