Um deildina

Mótokrossdeild Umf. Selfoss var stofnuð 28. febrúar 2008. Deildin varð til þegar Mótokrossfélag Árborgar sem stofnað var árið 2001 varð hluti af Ungmennafélagi Selfoss.

Í fyrstu stjórn deildarinnar voru kosnir Auðunn Daníelsson formaður, Andri Ólafsson gjaldkeri, Sigurður Bjarni Richardsson ritari og Daníel Karlsson og Björn Bragi Sævarsson meðstjórnendur.