Lyfjamál

Við viljum benda sundiðkendum okkar á alþjóðlegar lyfjareglur WADA (World Anti-Doping Code) en samkvæmt þeim þurfa sundiðkendur og ábyrgðarmenn þeirra að senda inn umsókn til SSÍ og ÍSÍ ef iðkandi þarf að fá undanþágu frá listanum. Athygli skal vakin á því að iðkendum ber að sækja um undanþágu burtséð frá því hvort að þeir eru að taka þátt í verkefnum á vegum Sundsambands Íslands eða ekki.

 

Umsóknin nær til efna af bannlista WADA sem neytt er samkvæmt læknisráði.

 

Íþróttamaður sem þarf að taka inn lyf skal prenta út á heimasíðu ÍSÍ eftirfarandi eyðublað.

 

Eyðublaðið er einnig að finna á vefsíðu sunddeildarinnar.

 

Þetta eyðublað fer hann með til læknis og fær uppáskrifað og undirritað hvaða lyf er verið að nota (muna að tilgreina ÖLL lyf). Þetta þarf svo að senda til Lyfjaeftirlits ÍSÍ og þeir staðfesta umsóknina og senda eintak til Sundsambands Íslands. Þá sendir Sundsamband Íslands pappírana til FINA og þeir senda svo staðfest afrit aftur til SSÍ.

 

Nánari upplýsingar má finna á lyfjavef ÍSÍ.