Grýlupottahlaupið

Grýlupottahlaupið fer fram sex laugardaga í röð.

Skipulag hlaupsins árið 2022:

Hlaup 1- 23.apríl

Hlaup 2-30.apríl

Hlaup 3-7.maí

Hlaup 4 -14.maí

Hlaup 5- 21.maí

Hlaup 6- 28.maí

Grýlupottahlaup ársins 2022 er í 52.skipti sem hlaupið er haldið, hlaupið hófst árið 1968 en lá niðri árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs. Í ár er hlaupin ný leið sem samtals er 880m löng og er öll á göngustígum nema endaspretturinn er á tartaninu. Skráning er í frjálsíþróttahluta Selfosshallarinnar (suðurendanum) og hefst hún klukkan 10. Klukkan 11 er hlaupið ræst af stað. Hlauparar eru ræstir saman sex í einu með 30 sekúndna millibili.

Að loknum 6 hlaupum eru tekin saman besti árangur úr samanlögðum fjórum hlaupum og veitt verðlaun. Verðlaunaafhendingin verður auglýst síðar.

Ef þið sjáið villu í úrslitum (vitlaust nafn, rangt fæðingarár eða tími stemmir ekki) sendið þá athugasemd á netfangið frjalsar@umfs.is