Evrópuáheit

Meistaraflokkur kvenna tekur nú þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Stelpurnar drógust gegn gríska liðinu AEK Aþenu í 2. umferð keppninnar. Fyrri leikurinn verður leikinn í Aþenu laugardaginn 27. september klukkan 15:00 að íslenskum tíma og síðari leikurinn verður á heimavelli í Set höllinni sunnudaginn 5. október klukkan 18:00.

Er þátttaka í Evrópukeppninni gríðarlega kostnaðarsöm og leitum við því eftir áheitum frá fyrirtækjum til að styrkja okkur í þessu verkefni.

Fyrirtækjum/einstaklingum sem heita á verður gerð skil í blaði handknattleiksdeildarinnar sem gefið verður út byrjun desember.

Fyrirtækið/einstaklingurinn skuldbindur sig til að heita uppgefinni fjárhæð á hvert mark sem Selfoss skorar í 2. umferð EHF-bikarsins gegn AEK Aþenu.

Skráning: Evrópuáheit - handbolti