Jólasveinaþjónusta

Árum saman hefur Ungmennafélag Selfoss sinnt ákveðnum þjónustustörfum fyrir jólasveinana þrettán sem búa í Ingólfsfjalli.

Annan laugardag í desember hafa þeir jafnan komið til byggða og heilsað upp á börnin í miðbænum.

Sveinarnir hafa síðan sinnt ýmsum skyldustörfum eins og að koma í heimsóknir í skóla, leikskóla og fyrirtæki á Selfossi. Upplýsingar um þessa þjónustu má fá í síma 482 4822, 893 2092 eða 894 5070 eða með tölvupósti á netfangið umfs@umfs.is.

Gleðileg jól!