Fimleikar

Um helgina fór fram GK mót í hópfimleikum á Akranesi. Það var mikil eftirvænting fyrir mótinu hjá iðkendum og þjálfurum fimleikadeildar Selfoss en deildin átti í fyrsta skipti síðan árið 2016 keppendur í meistaraflokki. Selfoss skráði 3 lið til keppni, meistaraflokk kvenna, meistaraflokk mix og 2.flokk stúlkna. Undirbúningurinn hefur verið strembinn vegna covid og mikið um að iðkendur væru í