Fimleikar

Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar. Samningurinn hefur verið virkur í nokkur ár og er það deildinni afar mikilvægt að hafa trausta bakhjarla sem styðja fjárhagslega við starfsemina. Deildin er ein fjölmennasta deild Umf Selfoss hvað fjölda iðkenda snertir, en þeir eru nú rétt um 300, á aldrinum 5-16 ára.