Fimleikar

Dagana 14.-20. júlí dvöldu 24 fimleikastelpur úr fimleikadeild Selfoss ásamt þjálfurum og fararstjórum í Liége í Belgíu þar sem þau tóku þátt í EuroGym fimleikahátiðinni, en um 4.000 börn og ungmenni víðsvegar úr Evrópu voru á hátíðinni í ár. Á hátíðinni tóku stelpurnar þátt í vinnubúðum og götusýningum, fengu tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Þær fengu auk þess