Tryggingar iðkenda

Upplýsingar um tryggingar íþróttafólks/iðkenda

Almenna reglan er sú að íþróttafólk undir 16 ára aldri er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra. Ungmennafélag Selfoss sér ekki um að tryggja börn yngri en 16 ára. Foreldrar ættu að kynna sér hvar þeir standa og huga að því að tryggja sig gagnvart slysum barna sinna í íþróttum.

Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt þjónustusamningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss frá 26. janúar 2024 (hefur verið í þjónustusamningi frá 15. maí 2008), slysatryggir sveitarfélagið börn og ungmenni sem æfa og keppa á vegum félagsins. Tryggingin tekur til barna allt að 16 ára aldri við skipulagðar æfingar og keppni innanlands á vegum félagsins. Um tryggingu þessa gilda sömu tryggingaskilmálar og um slysatryggingu barna og ungmenna í grunnskólum Árborgar.

 

Tjónstilkynning

 

Vátryggingarskilmálar