1., 2. og 4. sætið á bikarmóti fullorðinna í hópfimleikum

Selfoss 2. fl B 3
Selfoss 2. fl B 3

Helgina 17. - 18. mars síðastliðinn fór fram bikarmót fullorðinna í fimleikum. Mótið var haldið í Ásgarði, Garðabæ og var þar keppt í 2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki.

Selfoss átti þrjú lið í 2. flokki og var það félag sem sendi flest lið til keppni í þessum flokki, sem er til marks um það mikla uppbyggingarstarf sem er nú í gangi í deildinni.

Selfoss 2 og 3 hófu leik með keppni í 2. flokki B. Selfoss 2 varð þar í fjórða sæti, hársbreidd frá bronsinu, eftir flottar æfingar. Selfoss 3 sigraði deildina með miklum yfirburðum, sem er mikið afrek þar sem þær eru allar á yngra árinu í deildinni. Selfoss 3 keppir því í A-deild á næsta móti.

 Selfoss 2 og Selfoss 3 á bikarmóti fullorðinna síðastliðna helgi.

Selfoss 1 keppti í 2. flokki A og háði þar harða keppni við Stjörnuna og Gerplu. Selfoss hafnaði í öðru sæti sem er frábær árangur en liðið á mikið inni fyrir Íslandsmótið sem fer fram í maí.

2. flokkur A varð í 2. sæti í A-deildinni á bikarmóti fullorðinna.

Íslandsmótið verður haldið helgina 12.-13. maí og mun Selfoss þá eiga tvö lið í 2. flokki A, Selfoss 1 og Selfoss 3, og eitt lið í 2. flokki B, Selfoss 2.

Til hamingju með frábæran árangur, áfram Selfoss!​