Allt besta fimleikafólk landsins á Selfossi

Fimleikar - GK mótið
Fimleikar - GK mótið

GK-mótið í hópfimleikum fer fram á Selfossi laugardaginn 15. febrúar. Selfyssingar eiga tvö lið á mótinu í unglingaflokki en á mótinu keppa A-lið í fullorðins- og unglingaflokki og munum við því sjá allt besta fimleikafólk landsins sýna listir sínar.

Mótið er fyrra mótið af tveimur sem gildir til stiga í úrtöku fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Danmörku 18. apríl nk. Bæði Selfossliðin eiga möguleika á að vinna sér inn þátttökurétt á Norðurlandamótinu, annað liðið í stúlknaflokki en hitt í blönduðu liði stúlkna og drengja.

Við viljum hvetja alla til að mæta á mótið á laugardaginn í vínrauðu og hvetja krakkana áfram. Mótið verður í íþróttahúsi Vallaskóla og hefst kl. 17:00. Áfram Selfoss

sóh

---

Selfyssingar treysta á stuðninginn úr stúkunni.
Ljósmynd: Umf. Selfoss