Bikar- og Íslandsmeistarar 2023 í hópfimleikum

2 flokkur Íslands- og bikarmeistarar 2023
2 flokkur Íslands- og bikarmeistarar 2023

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í hópfimleikum í 3 flokki, 2 flokki og Meistaraflokki, mótið fór fram í glæsilegri aðstöðu Ásgarði í Garðabæ. Fimleikadeild Selfoss sendi 4 lið til keppni í þessum flokkum.

2 flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og sigruðu flokkinn sinn með yfirburðum. Þær eru því ríkjandi Bikar- og Íslandsmeistarar árið 2023. Keppnin var sterk og virkilega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokaáhaldinu.

Keppni í meistaflokki fór fram í yfirfullu íþróttahúsi ásamt því að keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Meistaraflokkur Selfoss kláraði í 3 sæti eftir sérlega góðar æfingar á trampólíni og voru þar rétt við hælana á Gerplu og Stjörnunni sem urðu Íslandsmeistarar.

Selfoss var með tvö lið í 3 flokki, eitt í A deild og eitt í B deild. Stúlkurnar í B deild enduðu í 6 sæti og stúlkurnar í A deild höfnuðu í 3 sæti aðeins 0,3 stigum frá 1. Sætinu.

 

Fimleikadeild er afar stolt af þjálfurum og iðkendum sínum og óskum við þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Framtíðin er svo sannarlega björt - ÁFRAM SELFOSS.