Frábær árangur í 4. flokki

4.1
4.1

Í dag fór fram keppni í 4. flokki á Bikarmóti unglinga. 

Selfoss átti 4 lið, 1 lið í A-deild, 2 lið í B-deild og 1 lið í C-deild. 

Skemmst er að segja frá því að Selfoss 1 gerði sér lítið fyrir og sigraði A-deildina og varð bikarmeistari 4, flokks - frábær árangur hjá þessum stórefnilegu stúlkum sem hafa lagt mikið á sig fyrir þetta mót.

Selfoss 2 og Selfoss 3 kepptu í B-deildinni og þar sigruðu Selfoss 3 stelpur B-deildina, virkilega flottar æfingar hjá stelpunum og dansinn þeirra var yfirburðagóður. Selfoss 2 lenti í 4. sæti eftir að hafa sýnt flottar æfingar og erum við mjög stolt af því að eiga 2 lið í topp 4 í deildinni.

Selfoss 4 mætti síðast til leiks, en þær áttu góðan dag í gólfæfingum og skinu skært á gólfinu en því miður urðu ansi dýrkeypt mistök á dýnu og trampólíni. Þær enduðu í 8. sæti og eiga helling inni fyrir næsta mót. 

Í heildina var þetta frábær dagur hjá Selfoss liðunum, mikil leikgleði, metnaður og dugnaður í öllum.

Innilega til hamingju með árangurinn, áfram Selfoss!!