Íslandsbanki aðalstyrkaraðili fimleikadeildarinnar

ísb
ísb

Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar. Samningurinn hefur verið virkur í nokkur ár og er það deildinni afar mikilvægt að hafa trausta bakhjarla sem styðja fjárhagslega við starfsemina.

Deildin er ein fjölmennasta deild Umf Selfoss hvað fjölda iðkenda snertir, en þeir eru nú rétt um 300, á aldrinum 5-16 ára. Einnig rekur deildin Fimleika-akademíu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Íþróttaskóli Fimleikadeildarinnar nýtur mikilla vinsælda en þar æfa 150 börn allt frá 2ja ára aldri og fullorðinsfimleikar deildarinnar njóta vaxandi vinsælda.

Deildin hefur á undanförnum árum verið í mikilli uppbyggingu og verið í hópi þeirra fimleikafélaga sem senda flest lið á hvert mót í yngri flokkum, sem er til marks um þann fjölda efnilegra fimleikaiðkenda sem hjá deildinni æfa.

Íþróttafélög þurfa öll á góðum stuðningi að halda og er fimleikadeild Selfoss mjög ánægð með þann góða stuðning sem Íslandsbanki sýnir deildinni árlega.

Á myndinni eru Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir (t.v.), fyrir hönd fimleikardeildarinnar og Hróðný Hanna Hauksdóttir (t.h), fyrir hönd Íslandsbanka.