Mix lið Selfoss með gull á GK mótinu

mix
mix

GK mótið í hópfimleikum fór fram á Selfossi í dag fyrir fullu húsi áhorfenda. Á mótinu var keppt í meistaraflokki A og 1. flokki A. Í meistaraflokki kvenna voru þrjú lið skráð til leiks, í 1. flokki mix kepptu tvö lið og í 1. flokki stúlkna voru fimm lið.

Mótið í dag var fyrra úrtökumótið fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Danmörku 18. apríl nk.en tvö mót telja til stiga og fer það seinna fram helgina 6.-8. mars. Ísland mun senda tvö stigahæstu liðin í báðum 1. flokkunum á Norðurlandamótið.

Í meistaraflokki kvenna sigraði lið Stjörnunnar með 57,000 stig. Í öðru sæti lenti Gerpla með 52,950 stig og ÍA í því þriðja með 41,250 stig.

Í keppni blandaðra liða í 1. flokki sigraði lið Selfoss með 40,250 stig og Stjarnan varð í öðru sæti með 38,200 stig.

Í 1.flokki stúlkna keppast fimm lið um farmiðana tvo á Norðurlandamótið. Lið Gerplu kom sá og sigraði. Þær hlutu 53,900 stig. Lið Stjörnunnar hafnaði í öðru sæti með 48,700 stig og í þriðja sæti aðeins 0,2 stigum lægri lenti Fjölnir með 48,500 stig. Selfoss hafnaði í fjórða sæti og lið Aftureldingar/Gróttu í því fimmta.

Stúkan var þétt setin í dag og var stemningin gífurleg. Það var boðið upp á andlitsmálningu fyrir mót og yngri iðkendur deildarinnar voru búnir að föndra skilti. Það var frábært að sjá hve margir komu að styðja við bakið á hópunum okkar. Takk fyrir stuðninginn.