Tanja þjálfar Ísland á EM

Tanja
Tanja

Selfyssingurinn Tanja Birgisdóttir er meðal þjálfara íslensku landsliðanna sem taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum árið 2018.

Fimleikasamband Íslands hefur mannað allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið en með reynslu síðustu tveggja móta að leiðarljósi og breyttu skipuriti á skrifstofu FSÍ var umgjörð og skipulagi verkefnisins breytt umtalsvert.

Tanja kemur til með að þjálfa blandað lið fullorðinna ásamt Magnúsi Óla Sigurðssyni og Yrsu Ívarsdóttur. Yfirmaður verkefnisins er Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum Kristínar Hálfdánardóttur og Írisar Mistar Magnúsdóttur.

Nánar er fjallað um þjálfara landsliðanna á vefsíðu Fimleikasambandsins.

---

Tanja þjálfar blandað lið fullorðinna.
Ljósmynd: Umf. Selfoss