Þjálfararáðstefna Árborgar 2017-2018

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Selinu á Selfossi föstudaginn 5. og laugardaginn 6. janúar 2018. Þema ráðstefnunnar í ár er samstíga til árangurs.

Dagskrá þjálfararáðstefnu Árborgar 2017-2018

Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum Sveitarfélagsins Árborgar að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.

Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr. 5.000 og er allt innifalið í verðinu.

Allir sem koma að þjálfun íþrótta á Suðurlandi eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri og fræðandi ráðstefnu en þess má geta að ráðstefnan er metin til endurmenntunar þjálfara á vegum sérsambanda.

Skráning fer fram í netfanginu umfs@umfs.is og lýkur fimmtudaginn 4. janúar.

Nánari upplýsingar veitir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í síma 894-5070.