Úrvalshópur og hæfileikamótun í hópfimleikum

Úrvalshópur frá vinstri: Katrín Drífa, Victoria Ann, Elsa Karen, Þórunn, Magdalena Ósk og Kristín Ma…
Úrvalshópur frá vinstri: Katrín Drífa, Victoria Ann, Elsa Karen, Þórunn, Magdalena Ósk og Kristín María.

Um næstu helgi, sunnudaginn 12 mars, fer fram Úrvalshópaæfing og Hæfileikamótun á vegum FSÍ.

Á úrvalshópaæfingu eru iðkendur valdir af FSÍ eftir ákveðnum lágmarkskröfum æfinga á gólfi, dýnu og trampólíni. Úrvalshópaæfingin er liður í því að byrja að undirbúa val í landsliðverkefni EM í hópfimleikum 2024. Frá fimleikadeild Selfoss voru sex stúlkur valdar úr 2. flokk kvk. Þessar stúlkur eru vel að valinu komnar enda nýkrýndir Bikarmeistarar í sínum flokki. Á æfinguna koma saman einungis allra bestu iðkendur úr hverju félagi sem náð hafa lágmörkunum og er markið sett hátt. Verðandi landsliðsþjálfarar taka á móti stúlkunum. 

Á hæfileikamótun sendir fimleikadeildin iðkendur sem hafa náð ákveðnum lágmarkskröfum á gólfi, dýnu og trampólíni fyrir æfinguna. Þarna koma saman ungir og efnilegir iðkendur frá fimleikafélögum landsins. Hæfileikamótun er liður í því að efla og styrkja iðkendur sem eru framarlega í sinni grein. Fimleikadeild Selfoss sendir fjórar stúlkur úr 2. flokk kvk. Þessar stúlkur eru vel að valinu komnar enda nýkrýndir Bikarmeistarar í sínum flokki. Landsliðsþjálfarar eru á æfingunni ástamt félagsþjálfurum. 

Þjálfarar 2 flokks kvk:

Tanja Birgisdóttir, Mads Pind Lochman Jensen, Michal Risský og Sigrún Ýr Magnúsdóttir

Fimleikadeild Selfoss er afar stolt af iðkendum sínum og óskar þeim góðs gengis um helgina

ÁFRAM SELFOSS