Brooks á Íslandi styrkir 1. flokk og meistaraflokk fimleikadeildarinnar um hlaupaskó

Iðkendur í 1. flokki og meistaraflokki í skóm frá Brooks á Íslandi
Iðkendur í 1. flokki og meistaraflokki í skóm frá Brooks á Íslandi

Í febrúar mánuði fengu allir iðkendur og þjálfarar 1. flokks og meistaraflokks hjá fimleikadeildinni hlaupaskó frá Brooks á Íslandi að gjöf.

Skórnir frá Brooks hafa notið vinsælda um allan heim vegna mikilla gæða en þeir veita mikinn stuðning, minnka álag á liði og eru stöðugir á meðan á hlaupum stendur. Iðkendurnir okkar koma til með að njóta góðs af þessum skóm í útihlaupum þegar vorar og erum við virkilega þakklát fyrir þessa gjöf sem Brooks á Íslandi styrkti okkur um.

Takk fyrir okkur!