Iðkendur frá fimleikadeild Selfoss á hæfileikamótun FSÍ

Iðkendur fimleikadeildar Selfoss á hæfileikamótun FSÍ
Iðkendur fimleikadeildar Selfoss á hæfileikamótun FSÍ

Nú um helgina fór fram hæfileikamótunaræfing hjá Fimleikasambandi Íslands.

Hæfileikamótun er fyrir iðkendur fædda 2007-2012, sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunar æfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara (Af heimasíðu FSÍ).

Selfoss átti 12 iðkendur á æfingunni sem var stjórnað af Anítu Þorgerði og Helga Laxdal, sem voru ráðin af FSÍ til að stýra verkefninu út árið 2024.

Æfingin var vel uppsett og skemmtiegt fyrir iðkendurna okkar að fá tækifæri til þess að kynnast betur iðkendum úr öðrum félögum og brjóta upp æfingaráætlunina sína.