 
				
									fimleikar
							 
				Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í 2. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag.
Sáralitlu munaði á því sænska og því íslenska eða einungis 0.294 stigum. Það er því varla hægt að segja það að það hafi verið eitthvað eitt atvik sem kostaði þær íslensku sigurinn en á heildina litið þá virtust þær sænsku vera öruggari í lendingunum og dómararnir í dansinum kannski full harðir í okkar garð.
Í þriðja sæti urðu svo Danir, um einum heilum á eftir íslenska liðinu.
Þegar upp er staðið er árangur íslensku landsliðanna á EM frábær.  Öll liðin unnu til verðlauna og öll nema kvennaliðið fengu þann lit sem þau hefðu sett markið á.
 
Frétt frá Fimleikasambandinu