Sex félagar sæmdir silfurmerki Umf. Selfoss

img_1176
img_1176

Fjölmenni var á aðalfundi fimleikadeildar Umf. Selfoss sem fram fór í Tíbrá þriðjudaginn 28. febrúar.

Ný stjórn var kjörin á fundinum og bar til tíðinda að formannsskipti urðu í deildinni þar sem Inga Garðarsdóttir tók við keflinu af Þóru Þórarinsdóttur. Karl Óskar Kristbjarnarson og Oddur Hafsteinsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og komu þau Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Ágúst Sigurjónsson og Guðrún Ásta Garðarsdóttir inn í stjórn í stað þeirra. Auk þeirra sitja í stjórn Jóhann Böðvar Sigþórsson, Dagrún Ingvarsdóttir og Össur Björnsson. Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega störf sín fyrir félagið og bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

Í skýrslu formanns og ársreikningum deildarinnar kemur fram að rekstur deildarinnar er í járnum en með góðri aðstoð stuðningsfólks deildarinnar er hægt að halda öflugu starfi áfram af miklum metnaði.

Sex einstaklingar voru, á fundinum, sæmdir silfurmerki félagsins fyrir afar fórnfúst starf á vegum félagsins. Frá vinstri á mynd fyrir neðan eru það Steinunn H. Eggertsdóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Þórir Haraldsson og Inga Heiða Heimisdóttir.

---

Á mynd með frétt er t.v. Þóra, fráfarandi formaður, sem var kvödd með blómum eftir að Inga, nýr formaður, var kosinn.
Neðst er nýkjörin stjórn f.v. Össur, Jóhann, Dagrún, Inga, Guðrún Ásta og Sesselja Sumarrós.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/GJ

img_1167 img_1173