Þjálfarar fimleikadeildarinnar á skyndihjálparnámskeiði

Mánudaginn 8. apríl síðastliðinn var Díana Gestsdóttir með skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara fimleikadeildarinnar.

Þar fór hún yfir allt það helsta í skyndihjálp, aðlagaði efnið að því sem getur komið upp á í fimleikasalnum og kenndi á AED hjartastuðtæki og hnoð.

Okkur finnst mikilvægt að allir þjálfarar geti brugðist við ef eitthvað kemur upp á og erum afar ánægð með námskeiðið þar sem þjálfararnir lærðu margt gagnlegt.

Díana Gestsdóttir kenndi námskeiðið