Eva María og Hergeir íþróttafólk Árborgar 2020

Íþróttafólk Árborgar 2020 Eva María og Hergeir
Íþróttafólk Árborgar 2020 Eva María og Hergeir

Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2. mars.

Upptaka af uppskeruhátíðinni

Uppskeruhátíðin var haldin með breyttu sniði þetta árið vegna sóttvarnatakmarkana og áhrifa Covid-19 á íþróttaárið 2020. Hátíðin var send út rafrænt í gegnum fésbókarsíðu sveitarfélagsins úr hátíðarsal Grænumerkur þar sem fulltrúar frístunda- og menningarnefndar Árborgar afhentu viðurkenningarnar. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss fékk hvatningarverðlaun nefndarinnar fyrir öflugt yngri flokka starf og uppbyggingu deildarinnar sl. ár. Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar afhenti Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildarinnar viðurkenninguna. 

Níu íþróttakonur og ellefu íþróttakarlar voru tilnefnd í ár til kjörs íþróttafólks Árborgar og urði úrslit þriggja efstu eftirfarandi:

Íþróttakona Árborgar 2020

  • Eva María Baldursdóttir, frjálsar íþróttir, 91 stig af 102 mögulegum

  • Barbára Sól Gísladóttir, knattspyrna, 76 stig

  • Heiðrún Anna Hlynsdóttir, golf, 44 stig

Íþróttakarl Árborgar 2020

  • Hergeir Grímsson, handknattleikur, 76 stig af 102 mögulegum

  • Dagur Fannar Einarsson, frjálsar íþróttir, 74 stig

  • Arnór Bjarki Eyþórsson, körfuknattleikur, 59 stig

Ungmennafélag Selfoss óskar þessu íþróttafólki og öðrum sem voru tilnefndir til hamingju og vonar að allir fái tækifæri til að æfa og keppa með hefðbundnum hætti á þessu ári.

---

Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar Árborgar, afhenti Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Umf. Selfoss, hvatningarverðlaun nefndarinnar fyrir öflugt yngri flokka starf og uppbyggingu deildarinnar sl. ár.
Ljósmyndir: Sveitarfélgið Árborg