Flottir fulltrúar UMFS á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Félagarnir saman á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar
Félagarnir saman á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Þrír íslendingar kepptu á Ólympiuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fór í Maribor í Slóveníu dagana 24.-29.júlí. Við í Frjálsíþróttadeild Selfoss erum mjög stolt af því að eiga tvo af þeim þremur keppendum sem valdir voru á Ólympíuhátíðina í ár. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson keppti í 800m hlaupi og stórbætti hann sinn besta árangur er hann hljóp á tímanum 2:00,06 mín og lenti í 20.sæti.  Árangurinn er jafnframt nýtt HSK met í flokki 16-17 ára.  Daníel Breki kastaði spjótinu 56,19m sem er aðeins frá hans besta árangri og endaði hann i 12.sæti.  Frábær árangur hjá þessum stórefnilegu íþróttamönnum