Flottur árangur á Stórmóti ÍR

Andri Már Óskarsson og Hilmir Dreki Guðmundsson stóðu sig vel í fimmtarþraut
Andri Már Óskarsson og Hilmir Dreki Guðmundsson stóðu sig vel í fimmtarþraut

31 keppandi frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í Stórmóti ÍR sem haldið var í frjálsiþróttahöllinni í Reykjavík 20.-21.janúar. Í flokki 8 ára og 9-10 ára var boðið upp á keppni í fjölþraut þar sem aðaláherslan er á að hafa gaman og allir fá þátttökuverðlaun.

11 ára piltar: Andri Már Óskarsson náði 2.sæti í fimmtarþraut. Í þrautinni sigraði hann tvær greinar, langstökk og 600m hlaup. Hilmir Dreki Guðmundsson náði 4.sæti í fimmtarþrautinni en hann sigraði kúluvarpið í þrautinni.

11 ára stúlkur: Heiðdís Lilja Sindradóttir náði 8.sæti í fimmtarþraut

12 ára stúlkur: Þórhildur Salka Jónsdóttir náði 8.sæti í fimmtarþraut

13 ára piltar: Hróbjartur Vigfússon sigraði í stangarstökki með því að vippa sér yfir 1.90m og Magnús Tryggvi Birgisson vann til bronsverðlauna þegar hann kastaði kúlunni 8,12m

14 ára stúlkur: Anna Metta Óskarsdóttir náði þeim stórkostlega árangri að vinna til sjö verðlauna. Hún sigraði í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,50m, í stangarstökki sigraði hún einnig með 1,98m stökki og að lokum sigraði hún í þrístökki þegar hún sveif 10,72m. Hún vann sér inn þrenn silfurverðlaun, í 60m hlaupi á tímanum 8,65s, í 60m grind er hún kom í mark á tímanum 10,54s og í langtökki þegar hún sveif 4,85m. Hún hljóp síðan 300m hlaup á tímanum 48,01s og vann til bronsverðlauna. Adda Sóley Sæland sigraði í kúluvarpi er hún varpaði henni 8,96m

 

15 ára stúlkur: Bryndís Embla Einarsdóttir sigraði í kúluvarpi með 11,11m, í stangarstökki sveif hún yfir 2,48m og krækti í silfurverðlaun og að lokum stökk hún 1.50m í hástökki og vann til bronsverðlauna. Arndis Eva Vigfúsdóttir vann til silfurverðlauna í kúluvarpi með 10,92m og í langstökki sveif hún 4,69m og vann til bronsverðlauna.

16-17 ára piltar: Hjálmar Vilhelm Rúnarsson sigraði í kúluvarpi með því að varpa henni 13,76m

16-17 ára stúlkur: Hugrún Birna Hjaltadóttir vann til bronsverðlauna í 60m grindahlaupi er hún kom í mark á tímanum 10,00s og Ísold Assa Guðmundsdóttir vann til bronsverðlauna í kúluvarpi er hún þeytti henni 11,37m

Karlaflokkur: Daníel Breki Elvarsson sigraði hástökk með bætingu þegar hann vippaði sér yfir 1,86m og Hjálma Vilhelm Rúnarsson vann til bronsverðlauna í hástökki með 1,80m og hann vann einnig til bronsverðlauna í langstökki með 6.20m

Kvennaflokkur: Ísold Assa Guðmundsdóttir vann til silfurverðlauna í stangarstökki með 2,58m og Hugrún Birna Hjaltadóttir fékk silfurverðlaun með því að stökkva 10,29m í þrístökki