Þorvaldur Gauti, Daníel Breki, Ívar Ylur og Hanna Dóra á NM U20.
Fjórir iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss gerðu það gott um helgina á Norðurlandameistaramóti U20 sem haldið var í Uppsala í Svíþjóð. Bætingar og ársbesta ásamt því að tveir keppendur voru nærri því að slá 37 ára gömul HSK met.
Ívar Ylur Birkisson íþróttafélaginu Dímon hljóp 110 m grindahlaupið (99,1 cm) á 15,73 sek, en það er bæting um 3 sekúndubrot hjá honum og hafnaði hann í 7. sæti. Ívar Ylur Birkisson keppti einnig í hástökki en hann vippaði sér yfir 1,83 m í hástökki og endaði í 9. sæti.
Daníel Breki Elvarsson kastaði sitt ársbesta í spjótkastinu (800 gr) þegar hann kastaði 54,94 m og skilaði það kast honum 7. sæti.
Þorvaldur Gauti Hafsteinsson bætti sig um rúmlega eina sekúndu í 800 m hlaupi utanhúss þegar hann kom áttundi í mark á 1:57,28 mín. Flott hlaup hjá Þorvaldi Gauta en hann nálgast HSK met Friðriks Larsens frá árinu 1988 sem er 1:56,0 mín.
Hanna Dóra Höskuldsdóttir var með risabætingu í kringlukastinu (1 kg) er hún kastaði kringlunni 38,22 m og bætti sig um heila þrjá metra. Kastið skilaði Hönnu Dóru í 8. sæti og kastið var einungis 42 cm frá HSK meti Guðbjargar Viðarsdóttur frá árinu 1988.

Hanna Dóra fagnar góðri bætingu í kringlukasti á NM U20

Daníel Breki náði ársbesta í spjótkasti á NM U20

Ívar Ylur við rásmarkið í 110m grind á NM U20 en hann bætti sinn besta árangur í greininni

Þorvaldur Gauti á fleygiferð í frábæru 800m hlaupi á NM U20 þar sem hann bætti sinn besta árangu