HSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri

Bikarlið HSK Selfoss 15 ára og yngri.
Bikarlið HSK Selfoss 15 ára og yngri.

HSK/Selfoss yrðu bikarmeistarar 15 ára yngri en mótið fór fram 12.ágúst sl. HSK/Selfoss hlaut alls 105 stig og í öðru sæti var ÍR-A með 99 stig og UFA í því þriðja með 79 stig.

HSK/Selfoss sigruðu í stúlknaflokki og piltaliðið var í öðru sæti, ÍR-A sigraði í piltakeppninni, þeir hlutu 44 stig á móti 42 stigum HSK/Selfoss.

Tvö mótmet voru sett á mótinu. Vésteinn Loftsson (Selfoss) bætti mótsmetið í kringlukasti með kasti upp á 52,52m. Fyrra metið átti Hilmar Örn Jónsson og var það 52,02m sett árið 2011. Helga Lilja Maack (ÍR) bætti mótsmetið í 1500m hlaupi er hún kom í mark á tímanum 4:57,14 mín. Fyrra metið átti Málfríður Anna Eiríksdóttir frá árinu 2012 og var það 5:08,32 mín.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.