21 eru skráðir á haustönn 2025 í Frjálsíþróttaakademíuna
Frjálsíþróttaakademían á Selfossi var stofnuð haustið 2015 og hefur starfað sleitulaust síðan. Á haustönn 2025 eru iðkendur akademíunnar 21 talsins og er það með stærstu hópum frá upphafi akademíunnar. Tíu iðkendur akademíunnar eru í Æfingahópi unglingalandsliðs FRÍ og kepptu fimm af þeim fyrir Íslands hönd á árinu 2025. Rúnar Hjálmarsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar Selfoss er þjálfari akademíunnar. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri við þjálfun og var m.a valinn unglingaþjálfari ársins 2024 af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Frjálsíþróttaakademían æfir við frábærar aðstæður í Lindexhöllinni og ætlar sér stóra hluti á árinu 2026. Á dögunum fengu iðkendur akademíunnar veglegan fatapakka frá Jako og var myndin sem fylgir fréttinni tekin við það tilefni.