Litháenskt handboltapar til Selfoss

Roberta Ivanauskaitė & Karolis Strop­us
Roberta Ivanauskaitė & Karolis Strop­us

Þau Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaitė hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. 

Roberta er 23 ára skytta og spilaði síðast með Aftureldingu í Olísdeildinni 2019-2020, en var frá á síðasta tímabili vegna meiðsla.  Þar áður lék hún í þýsku fyrstu deildinni með liði Neckarsulmer SU.

Karolis er 30 ára skytta sem spilaði með Þór á Akureyri í vetur, en einnig hefur hann leikið með Aftureldingu, Víking og Akureyri á Íslandi.

Bæði hafa þau leikið töluvert fyrir landslið Litháen og bæði hafa þau spilað með vinaliði okkar í Litháen, Dragunas frá Klaipeda.  En Karolis spilaði með Dragunas þegar Selfoss mætti þeim í Evrópukeppninni haustið 2018.

Það er því ljóst að að þau eru góð viðbót við meistaraflokkana okkar.  Við bjóðum þau bæði tvö hjartanlega velkomin á Selfoss.  


Mynd: Roberta Ivanauskaitė og Karolis Stropus
Umf. Selfoss / Aðsend