Ragnarsmótið hefst í dag

Ragnarsmót 2021 - skjár
Ragnarsmót 2021 - skjár

Hið árlega Ragnarsmót karla og kvenna fer fram frá 17. - 27. ágúst. Það þekkja þetta allir, enda mótið haldið nú í 33. skipti. Mótið fer fram í Iðu og frítt er á alla leiki. Einnig verða útsendingar frá öllum leikjunum á SelfossTV. Allar upplýsingar um leiki og úrslit má finna á fésbókarsíðunni Selfoss handbolti.