Slakur seinni hálfleikur varð stelpunum að falli

Arna Kristín
Arna Kristín

Selfoss tók á móti ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í dag.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu. Selfoss komst mest tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 11-9. HK-ingar náðu að minnka muninn og var staðan 12-11 í leikhléi. Selfyssingar mættu andlausir í seinni hálfleik og skoruðu HK fyrstu fjögur mörk hálfleiksins og breyttu stöðunni í 12-15. Þetta var munur sem Selfoss náði aldrei að brúa og HK jók forskot sitt undir lok leiks og sex marka tap staðreynd, 21-27.

Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 6/3, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 17 (40%)

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fram U í Hleðsluhöllinni á miðvikudaginn kl. 19:30, að sjálfsögðu í beinni á SelfossTV.


Mynd: Arna Kristín var atkvæðamest í liði Selfoss í dag með 6 mörk. 
Umf. Selfoss / ÁÞG