Tap á Hlíðarenda

Strákarnir þakka áhrfendum fyrir eftir leik kvöldsins
Strákarnir þakka áhrfendum fyrir eftir leik kvöldsins

Strákarnir töpuðu í miklum markaleik gegn Val í kvöld, 33-38, í Olísdeild karla. 

Valur náði frumkvæðinu strax í upphafi leiks og eftir 10 mínútna leik var staðan 5-8 fyrir Valsmenn. Héldu þeir frumkvæðinu næstu mínútur og juku í en eftir 20 mínútna leik var staðan 10-16. Var leikurinn í jafnvægi fram að hálfleik þar sem staðan var 16-21.

Selfyssingar komu greinilega klárir inn úr hálfleik og minnkuðu muninn í 19-21 í upphafi síðari hálfleiks. Nær komust strákarnir þó aldrei en Valsmenn áttu góðan kafla þar sem þeir juku í forskotið og endaði leikurinn eins og áður sagði með fimm marka tapi 33-38.

Strákarnir eru áfram með 9 stig og sitja í 5 sæti jafnir Stjörnunni að stigum. Næsti leikur Selfoss í Olísdeild karla verður einmitt gegn Stjörnunni á heimavelli í Set höllinni á sunnudaginn, 13. nóvember klukkan 19:30. Næsti leikur er þó þegar stelpurnar leika aftur eftir langt landsliðshlé en þær munu sigla til Vestmannaeyja og mæta ÍBV á laugardaginn klukkan 16:00. Fjölmennum og styðjum við okkar lið.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Elvar Elí Hallgrímsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Ísak Gústafsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Gunnar Kári Bragason 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.

Varin skot:  Jón Þórarinn Þorsteinsson 13 (36%) og Vilius Rasimas 1 (6%).

Finna má tölfræðiskýrslu HB Statz hér.

Frétt sunnlenska.is um leikinn er hér.

Hér má nálgast umfjöllun Vísis um leikinn ásamt viðtali við Þóri þjálfara.

Frétt handbolta.is um leikinn er hér.