Tap gegn Haukum

Einar Sverrisson
Einar Sverrisson

Selfoss tapaði gegn Haukum í Olísdeild karla í gærkvöldi, 24-35.

Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 0-3, það gekk treglega í sóknarleiks Selfoss og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 9. mínútu. Selfoss jafnaði í 3-3 og var jafnt á öllum tölum þar til staðan var orðin 6-6. Haukarnir gáfu þá hressilega í og stungu Selfyssingana af og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 9-16. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og varð munurinn fljótt kominn upp í 10 mörk. Lokatölur urðu 24-35.

Selfoss er nú í 6. sæti deildarinnar með 24 stig. Síðasti leikur strákana í Olísdeildinni er á fimmtudag gegn Gróttu á Nesinu, við hvetjum alla til að mæta og styðja strákana í lokaleik sínum í deildinni og hita upp fyrir úrslitakeppnina!

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 4, Einar Sverrisson 4/2. Ísak Gústafsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Ragnar Jóhannsson 3, Hergeir Grímsson 2, Alexander Már Egan 2, Hans Jörgen Ólafsson 2 og Nökkvi Dan Elliðason 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 8 (24%) og Alexander Hrafnkelsson 1 (9%).


Mynd: Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga ásamt Atla Ævari.
Umf. Selfoss / SÁ