Tap gegn Haukum í hörkuleik

Vilius Rasimas
Vilius Rasimas

Selfyssingar töpuðu gegn Haukum í hörkuleik á föstudagskvöldið með fimm mörkum, 25-20, að Ásvöllum.

Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og góð vörn í fyrirrúmi. Staðan var 8-8 þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá náðu Haukar tveggja marka forskoti og leiddu 11-9 í hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleik að mun meiri krafti og komust fljótt fjórum mörkum yfir. Sóknarleikur Selfyssinga var slakur í seinni hálfleik og reyndist munurinn of mikill til að brúa, lokatölur 25-20.

Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 5, Hergeir Grímsson 5/2, Guðmundur Hólmar Helgason 4/1, Alexander Egan 3, Atli Ævar Ingólfsson 1, Einar Sverrisson 1, Tryggvi Þórisson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 15 (37%)

Það er þétt spilað og næsti leikur hjá strákunum er gegn Gróttu, mánudaginn 22. febrúar kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.


Mynd: Vilius Rasimas átti góðan leik fyrir Selfoss með 15 skot varin.
Umf. Selfoss / ÁÞG