Tap gegn Valsstúlkum

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir

Stelpurnar töpuðu í dag fyrir ungmennaliði Vals í Grill 66 deildinni, 26-33.

Valsarar byrjuðu leikinn betur án þess að ná að slíta sig fram úr Selfyssingum.  Heimakonur unnu sig hratt inn í leikinn og jöfnuðu leikinn þegar um tólf mínútur voru liðnar, 7-7.  Selfyssingar voru svo með frumkvæðið fram að hálfleik þar sem þær leiddu 15-14.  Valsarar skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og tóku leikinn aftur til sín.  Selfyssingar fóru illa með boltann á þessum kafla og gestirnir gengu á lagið og bættu heldur í forystuna.  Það bil varð ekki brúað og endaði leikurinn með sigri Valsara, lokatölur 26-33.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 3, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 7 (17%)

Næsti leikur hjá stelpunum okkar er jafnframt lokaleikur þeirra í vetur.  Þá fara þær í Breiðholtið þar sem þær mæta ÍR á föstudagskvöldið næstkomandi kl. 19:30. 


Mynd: Elínborg Katla átti góðan dag og kom boltanum sjö sinnum í netið.
Umf. Selfoss / SÁ