Júdó

Fram kom á aðalfundi júdódeildar, sem fór fram í Tíbrá sl. fimmtudag, að mikil festa er í starfsemi deildarinnar. Iðkendum fjölgar ár frá ári, góður árangur náðist á mótum bæði innanlands sem utan og er fjárhagur deildarinnar afar traustur. Stjórn deildarinnar var öll endurkjörin á fundinum. --- Þór Davíðsson (t.v.) og Egill Blöndal eru meðal Íslandsmeistara deildarinnar á seinasta ári. Ljósmynd úr safni