Fern verðlaun á Danish Open

Júdó - Egill Blöndan Danish Open 2018
Júdó - Egill Blöndan Danish Open 2018

Um helgina fór fram í Danmörku Danish Open 2018 og kepptu sjö júdómenn fyrir Íslands hönd. Liðið skipuðu fimm keppendur frá júdódeild Umf. Selfoss þ.e. þeir Egill Blöndal, Breki Bernharðsson, Grímur Ívarsson, Úlfur Þór Böðvarsson og Hrafn Arnarsson. Einnig kepptu Sveinbjörn Iura frá júdóodeild Ármanns og Alexander Heiðarsson frá KA á Akureyri.

Keppendur frá júdódeild Umf. Selfoss stóðu sig frábærlega að og unnu til fernra verðlauna.

Egill keppti um gullverðlaun í -90 kg flokki og varð að játa sig sigraðan eftir 10 mínútna viðureign við heimamann sem naut þess að vera að keppa á heimavelli.

Breki náði þriðja sæti í opnum flokki karla sem er frábær árangur, ekki síst þar sem Breki keppir öllu jöfnu í -81 kg flokki og hann því mjög léttur fyrir þennan flokk.

Vinirnir Grímur og Úlfur Þór stóðu sig vel að vanda og náðu báðir þriðja sæti í sínum flokkum.

Síðast ekki síst keppti Hrafn á sínu fyrsta stórmóti erlendis og keppti í flokki U18 ára og U21 árs. Hann stóð sig vel en náði ekki sigrum í þetta sinn enda að keppa við sér eldri og reyndari keppnismenn en Hrafn er aðeins 16 ára og er framtíðin björt hjá honum.

gs

---

Egill Blöndal lengst t.v. með silfurverðlaun á Danish Open 2018.
Ljósmynd úr einkasafni/Egill Blöndal