Frábær skemmtun á páskamóti JR

Júdó - Páskamót JR (1)
Júdó - Páskamót JR (1)

Páskamót JR og Góu var haldið föstudaginn 30. apríl og laugardaginn 1. maí en því hafði áður verið frestað vegna samkomubanns.

Mótið fór nú fram í fimmtánda skipti og var opið öllum júdóklúbbum eins og venjulega. Það var fyrst haldið árið 2005 en féll niður í fyrra vegna Covid-19 og af sömu ástæðu var því núna skipt í tvo hluta.

Á föstudaginn var keppt í aldursflokki 11-14 ára og á laugardaginn í aldursflokki 7-10 ára. Þátttakendur voru 65 frá fjórum félögum, Grindavík, Selfossi, ÍR og Júdófélagi Reykjavíkur (JR).

Mótið var frábær skemmtun, margar stórglæsilegar viðureignir sáust. Gaman er að því hve stór hluti keppenda voru stúlkur enda mikið af stelpum í júdó.

eoa

---

Á mynd með frétt eru eldri keppendur Selfoss f.v. Gunnar Ágúst, Sveinbjörn Hagalín, Agnar Janis og Fannar Þór.
Á mynd fyrir neðan eru yngri keppendur Selfoss f.v. Dómald Gunnar, Aron Logi, Torfi Guðjón, Elmar Logi, Erla Sif, Dynþór og Snorri Steinn.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/EOA