Góð skemmtun á Góumótinu

Júdó - f.v. Kristján Elí Ögmundsson, Aron Logi Daníelsson, Davíð Bogi Sigmundsson, Hróar Indriði, Þo…
Júdó - f.v. Kristján Elí Ögmundsson, Aron Logi Daníelsson, Davíð Bogi Sigmundsson, Hróar Indriði, Þorbjörn Schacht, Snorri Steinn Guðnason

Góumót JR var haldið seinustu helgina í febrúar og var það næstfjölmennasta Góumótið sem haldið hefur verið síðan 2013 en mjög mikil gróska er í barna- og unglingastarfi flestra félaga eins og þessi þátttaka staðfestir.

Það er gaman að því að Selfyssingar voru fjölmennastir á mótinu með 24 keppendur. Góumótið er keppni yngstu iðkendanna (8-10 ára) en í ár var einnig keppt í U13 og U15 og allir keppendur fá verðlaun fyrir þátttökuna. Iðkendum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er en einnig keppa stúlkur og drengir stundum saman í flokkum.

Mótið var frábær skemmtun og iðkendur sýndu ótrúlega flott júdó miðað við unga aldur.

Úrslit á mótinu


Alex Krystian t.v. Óskar Guðbjörnsson annar f.v. og Hrafn Óli Larsen t.h.


Arnar Erlendsson t.v. og Jón Birnuson t.h.


Daníel Grétarsson t.h.


Dómald Gunnar Daníelsson t.v.


F.v. Kristján Elí Ögmundsson, Aron Logi Daníelsson, Davíð Bogi Sigmundsson, Hróar Indriði, Þorbjörn Schacht, Snorri Steinn Guðnason.


Filip Szafranowicz t.h.


Freyr Schacht t.h.


Gunnar Whalen t.v.


Hlynur Davíðsson t.v. og Jóhann Viðar Ingvason t.h.


Indiana Szafranowicz t.v.


Jón Björgvin Gestsson t.v. og Sveinn Hagalín Björnsson t.h.


Júdó - Jón Veigar Stefánsson t.v. og Guðjón Kjartansson t.h.

Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss