Góður árangur á afmælismóti JSÍ

Júdó - Hópmynd Allir kependur Selfoss í u 15 ára
Júdó - Hópmynd Allir kependur Selfoss í u 15 ára

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum var haldið laugardaginn 9. febrúar. Keppendur á mótinu voru um áttatíu frá öllum klúbbum landsins þar af sautján frá Selfossi. Þarna sáust margar spennandi og skemmtilegar viðureignir, glæsileg köst og flottar gólfglímur.

Í flokki keppenda U13 fékk Airingas Jezerska silfur og Valur Harðarson brons í -42 kg flokki. Elmar Þorsteinsson fékk silfur og Þórir Steinþórsson brons í -46 kg flokki.

Í flokki keppenda U15 bar Vésteinn Bjarnason sigur úr bítum í -55 kg flokki og það sama gerði Einar Magnússon í -66 kg flokki þar sem Claudiu Sohan varð annar.

Í flokki keppenda U18 fékk Óli Guðbjartsson silfur í -55 kg flokki og sömuleiðis Jakup Tomczyk í -66 kg. flokki.

Í flokki keppenda U21 varð Hrafn Arnarsson annar í -90 kg flokki.

---

Á mynd með fréttinni eru allir keppendur Selfoss í U15.


Vésteinn fyrir miðju með gullverðlaun.


Einar fyrir miðju með gullverðlaun og Claudiu t.v. með silfur.


Airingas t.v. og Valur t.h.


Elmar fyrir miðju og Þórir t.h.

Ljósmyndir: Umf. Selfoss