HM | Egill keppir í Ungverjalandi

Júdó - Egill Blöndal
Júdó - Egill Blöndal

Heimsmeistarmótið í júdó 2017 hefst 28. ágúst í Búdapest í Ungverjalandi og stendur yfir til 3. september. Ísland sendir einn keppanda á mótið, Selfyssinginn Egil Blöndal Ásbjörnsson frá júdódeild Umf. Selfoss. Egill keppir í -90 kg flokki fimmtudaginn 31. ágúst.

Egill hefur æft mjög vel undanfarin ár innanlands og utan. Hann var við æfingar í Frakkandi, Tékklandi, Austurríki og Japan á síðasta ári og þessu ári meðal annars í Austurríki og Spáni. Hafa þessar æfingar beint og óbeint verið undirbúningur að heimsmeistaramótinu 2017 og Tokyo Grand Slam í byrjun desember 2017.

Keppnin í Ungverjaland verður í beinni útsendingu og má finna tengil á hana á heimasíðu Júdósambands Íslands  dagana fyrir heimsmeistaramótið.

Auk þess að öðlast þann heiður að verða heimsmeistari með því að lenda í fyrsta sæti og fá verðlaunagrip þá eru einnig peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Fyrir fyrsta sæti er verðlaunafé USD 90.000,- eða rúmlega 11 milljónir íslenskra króna.

Egill hefur tekið þátt í mörgum mótum innanlands og utan undanfarin ár og unnið til fjölda verðlauna. Hann varð meðal annars tvöfaldur Íslandsmeistari árið 2017 í sínum þyngdarflokki og opnum flokki.

gs

---

F.v. Sveinbjörn Iura, Ármanni, Egill Blöndal Ásbjörnsson, Umf. Selfoss og Úlfur Þór Böðvarsson, Umf. Selfoss, á Íslandsmeistaramótinu 2017.
Ljósmynd: Umf. Selfoss