Jöfn glíma hjá Agli á EM

Júdó - Egill Blöndal EM 2021
Júdó - Egill Blöndal EM 2021

Evrópumeistarmótið í júdó fór fram um helgina í Lissabon í Portúgal. Tveir Íslendingar kepptu á mótinu, Árni Lund í -81 kg flokki og Selfyssingurinn Egill Blöndal í -90 kg flokki.

Egill mætti Milan Randl í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð. Glíman var mjög jöfn en Egill var iðnari við að sækja en Randl. Eftir fullan glímutíma hafði hvorugur skoraði en Randl hafði fengið eitt refsistig fyrir sóknarleysi. Fljótlega eftir að framlenging hófst fékk Randl sitt annað refsistig. Ef Randl hefði fengið eitt refsistig til viðbótar hefði Agli verið dæmdur sigur. Hins vegar tókst Randl að skora wazaari og sigra þar með viðureignina og var Egill þar með úr leik.

Frétt af vef JSÍ

---

Egill var hársbreidd frá því að komast í þriðju umferð.
Ljósmynd af fésbókarsíðu Egils Blöndal