Vésteinn með silfur á Opna Danska

C709EEFD-8B78-4366-8C64-B823A4F22408
C709EEFD-8B78-4366-8C64-B823A4F22408

Helgina 8.-9. febrúar fóru 22 keppendur frá Íslandi og kepptu á Danish Open í Vejle. Júdódeild Selfoss sendi fimm keppendur á mótið en það voru Vésteinn Bjarnason, Hrafn Arnarsson, Böðvar Arnarsson, Jakub Tomczyk og Breki Bernharðsson einnig var Egill Blöndal með sem þjálfari.

Vésteinn Bjarnason náði lengst af Íslendingunum, hann vann þrjár glímur en tapaði einni í u15 -60 kg flokki og fékk silfur. Aðrir náðu ekki eins langt en nokkrir unnu ýmist eina til tvær glímur.

Eftir mótið fóru strákarnir í tveggja daga æfingabúðir til að undirbúa sig fyrir komandi Norðurlandamót.

eb

---

Á myndinni eru f.v. Egill þjálfari, Hrafn, Böðvar, Breki, Vésteinn og Jakub.
Ljósmynd: Umf. Selfoss