Selfoss á USA Cup

Knattspyrnudeild Selfoss hélt dagana 15.-23. Júlí á stærsta mót Norður Ameríku, USA Cup í Blaine, Minnesota. Í ár tóku 1245 lið frá 17 löndum þátt á þessu frábæra móti. Selfoss sendi sjö lið til leiks, tvö lið úr 2. flokki karla, eitt lið úr 2. flokki kvenna, tvö lið frá 3. flokki karla og tvö lið úr 3. flokki kvenna, en alls fóru 130 manns fyrir hönd félagsins, 118 keppendur og 18 starfsmenn og liðsstjórar ásamt því að stór hópur foreldra fylgdi með sem stuðningsmenn.

 

Liðin spila fjóra leiki í riðlakeppni, þriðjudag til föstudags en eftir það tekur við úrslitakeppni þar sem sigurvegarinn fer áfram. Öll lið Selfoss komust upp úr sínum riðlum og er það frábær árangur, en þess má geta að annað lið 3. flokks karla gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið í sínum flokki!

 

Knattspyrnudeild Selfoss langar að koma fram þökkum til allra þeirra leikmanna, þjálfara, liðstjóra og stuðningsmanna sem að þessari ferð komu og getum við ekki verið stoltari af þessum frábæra hóp okkar, þetta er lang stærsti hópur sem farið hefur í keppnisferð á vegum knattspyrnudeildar og fyrsti hópurinn síðan 2018 sem fer erlendis eftir heimsfaraldurinn.