Grace Sklopan í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gengið frá samning við Grace Sklopan um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna 2023.
Grace er miðjumaður sem kemur frá Auburn University þar sem hún lék keppnistímabilið 2022.

"Grace er teknísk og kvik og mun gefa okkur nýja vídd inni á miðjunni. Hún getur unnið vel bæði sóknarlega og varnarlega og mun eflaust koma að einhverjum mörkum í sumar."
Sagði Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss.