Mótokross

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akranesi þann 29. júní. Eftir langt þurrkatímabil rigndi þrjá daga fyrir keppni og varð því mikil drulla í brautinni og hún mjög erfið yfirferðar. Selfoss átti fjölmarga keppendur í mótinu og komust flestir þeirra á pall. Þess má geta að í unglingaflokki <17 vann Selfoss þrefaldan sigur. Ólafur Magni Jónsson varð í fyrsta