Bergrós sigraði á Akureyri

Mótokross - Bergrós Björnsdóttir
Mótokross - Bergrós Björnsdóttir

Önnur umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akureyri þann 11. júlí og áttu Selfyssingar keppendur í flestum flokku.

Í 85 cc flokki kvenna sigraði Bergrós Björnsdóttir, Eric Máni Guðmundsson varð í þriðja sæti í 85cc flokki karla. Alexander Adam varð í fjórða sæti í MX2 og að lokum sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir í kvennaflokki og Ásta Petrea Hannesdóttir lenti í fjórða sæti.

Næsti keppni verður haldin á Selfossi laugardaginn 25. júlí næstkomandi.

---

Á mynd með frétt er Bergrós eftir sigur í sínum flokki.


Eric Máni varð þriðji í sínum flokki.


Gyða Dögg sigraði í kvennaflokki.

Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss